U-20 karla | Sætur sigur gegn Norðmönnum

U-20 ára landsliðs karla lék annan leik sinn á Opna Norðurlandamótinu seinni partinn í dag. Mótherjarnir í dag voru Norðmenn en þeir töpuðu illa gegn Dönum í fyrstu umferð mótsins.

Það voru Norðmenn sem hófu leikinn betur og komust meðal annars í 8-4 en íslenska liðið spilaði betur eftir því sem leið á kaflaskiptan fyrri hálfleikinn og hafði forystu að honum loknum, 13-12.

Það má segja að síðari hálfleikur hafi verið í járnum allt frá upphafi til enda, liðin skiptust á að hafa forystu og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. En það voru strákarnir okkar sem skoruðu seinustu tvö mörk leiksins og unnu glæsilegan eins marks sigur 25-24.

Markaskorarar Íslands:
Símon Michael Guðjónsson 7, Andri Már Rúnarsson 4, Andri Finnsson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Arnór Viðarsson 1, Guðmundur Bragi Ástþórsson 1, Ísak Gústafsson 1 og Jóhannes Berg Andrason 1.

Adam Thorstensen varði 8 skot og Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 1.

Á morgun mæta strákarnir okkar Dönum í lokaleik sínum en leikurinn hefst kl. 8.00 að íslenskum tíma. Með sigri tryggir íslenska liðið sér efsta sætið í mótinu.

Hægt er að nálgast beina útsendingu frá mótinu hér:
https://scandinavianopen.livearenasports.com/en