U-16 karla | Sigur gegn Færeyjum
U-16 ára landslið karla sigraði í dag Færeyjar 34-21 eftir að staðan í hálfleik var 17-10 í fyrri vináttulandsleik liðanna en leikið var í Færeyjum.
Leikurinn var jafn til að byrja með meðan liðið var að hrista af sér skrekkinn enda fyrsti landsleikur strákanna. Eftir um 10 mínútna leik dró í sundur með liðinum og lék íslenska liðið frábæran sóknarleik allan leikinn. Í síðari hálfleik hélt munurinn áfram að aukast og úr varð stórsigur Íslands.
Allir leikmenn Íslands komu við sögu í leiknum og dreifðist spilatími og markaskor vel.
Liðin mætast í síðari leik liðanna á morgun kl.16.00 að íslenskum tíma.
Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Hugi Elmarsson 5, Jens Bergþórsson 5, Magnús Jónatansson 5, Ágúst Guðmundsson 4, Dagur Heimisson 4, Stefán Hjartarson 4, Markús Ellertsson 3, Daníel Grétarsson 1, Alex Þórhallsson 1, Antonie Pantano 1 og Haukur Guðmundsson 1.
Í markinu varði Óskar Þórarinsson 10 skot og Sigurjón Atlason 8 skot.