A landslið kvenna | Tap gegn Serbíu
Stelpurnar okkar töpuðu gegn Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Zrenjanin í dag.
Leikurinn í dag var mikil og góð skemmtun þar sem mikill hraði einkenndi leik beggja liða. Í upphafi fyrri hálfleiks hafði Serbneska liðið frumkvæðið og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Íslenska liðið náði með góðum sóknarleik að vinna sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 9 – 8 eftir 15 mínútna leik. Þegar flautað var til háflleiks var staðan 19 – 15 Serbíu í vil. Sóknarleikurinn frábær en vantaði töluvert upp á varnarleik og markvörslu.
Seinni hálfleikur byrjaði ekki eins og stelpurnar vildu og jókst forskotið í 6 mörk. Stelpunrar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í 4 mörk þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Þá gerðu stelpurnar sig sekar um klaufaleg mistök og um leið nýttu illa upplögð marktækifæri og komust því ekki nær Serbum. Leikurinn endaði 28-22 fyrir Serba.
Varnaleikur og markvarsla var til fyrirmyndar í seinni hálfleik og hefðu stelpurnar þurft fleiri hraðaupphlausmörk til að minnka muninn enn frekar.
Stelpurnar geta gengið stoltar frá þessum leik. Baráttan og dugnaðurinn algjörega til fyrirmyndar og er það ljóst að það styttist í næsta stórmót hjá liðinu.
Markaskorarar Íslands:
Sandra Erlingsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 4, Lovísa Thompson 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Karen Knútsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1 og Sunna Jónsdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 6 skot og Hafdís Renötudóttir 3 skot.