A landslið karla | Ísland – Portúgal í kvöld
Fyrsti leikur strákanna okkar á EM 2022 fer fram í kvöld er Ísland mætir Portúgal í B-riðli keppninnar og hefst leikurinn kl. 19:30. Leikið er í nýrri og glæsilegri keppnishöll í Ungverjalandi sem tekur um 20.000 áhorfendur í sæti. Landsliðið hefur verið saman frá 2. janúar við æfingar og er mikil eftirvænting í hópnum að stiga inn á keppnisgólfið í kvöld og hefja leik.
Fjölmargir Íslendingar hafa gert sér ferð til Ungverjalands til að styðja við strákana okkar og má búast við um 500 íslendingum á leiknum í kvöld. Upphitun HSÍ og Sérsveitarinnar verður á Champs Sportbar í miðborg Búdapest og hefst hún kl. 15:00 (Ungverskur tími). Treyjusala og miðaafhending verður á Champs og við mælumst til þess að fólk kynni sér leiðbeiningar vegna afhendingar á covid armbandi til að komast inn í höllina. Hægt er að lesa þær hér: https://ehfeuro.eurohandball.com/men/2022/fan-corner/your-visit-to-the-arena/?fbclid=IwAR0Gsl47VEHVJtsqz6Gkgy1LpVujHdzMPmaAY0P4-MxUFunfIBGfRbAnRuo
Sendum strákunum okkar góða strauma og ÁFRAM ÍSLAND.