Úrskurður aganefndar 30. nóvember 2021
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
- Björn Jóhannsson leikmaður Berserkja hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Berserkja og Harðar í Grill66 karla þann 26.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.45
- Hjörtur Ingi Halldórsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Víkings og Víkings Olís deild karla þann 29.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Hrannar Bragi Eyjólfsson leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannsleg hegðunar í leik Stjarnan og Fram í Olís deild karla þann 28.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
- Starfsmaður FH hlaut útilokun með skýrslu í leik Gróttu/KR – FH í Íslandsmóti 4fl. karla þann 22.11. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 16:6c. Við skoðun á agaskýrslu er ljóst að skýrslan uppfyllir ekki skilyrði sem gerð eru til útfyllingar agaskýrslna og er málinu því vísað frá.
- Ísak Logi Einarsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram – Vals í Íslandsmóti 3fl karla 29.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
- Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdarstjóra HSÍ vegna framkomu forsvarsmanns og áhorfanda Harðar í leik ÍR og Harðar í Grill 66 deild karla 13. nóvember sl. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aðilum á vegum Harðar hafi verið vísað úr húsi af dómara vegna ósæmilegrar framkomu.
Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega.
Handknattleiksdeild Harðar var gefinn frestur til að skila inn greinargerð sem barst aganefnd, í formi þriggja tölvuskeyta. Þó sitthvað sé óljóst varðandi málavexti er ljóst að aðilum á vegum Harðar var vísað úr húsi eftir ítrekuð köll á dómara leiksins og að þeir hafi tekið þeirri ákvörðun óstinnt upp. Raunar er það svo að í framgreindum tölvuskeytum er að hluta gengist við háttseminni og það sérstaklega tekið fram að þeir hafi beðist afsökunar á hlut sínum, m.a. gagnvart dómurum leiksins.
Með vísan til ofangreinds telur aganefnd ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.
Með vísan til alls framangreinds, og mikilvægi íþróttamannslegrar háttsemi jafnt utan vallar sem innan og þar sem þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem forsvarsmenn Harðar gerast brotlegir, telur aganefnd að mál þetta varði sektum gagnvart handknattleiksdeild Harðar. Telur aganefnd með hliðsjón af atvikum málsins að sú sekt sé hæfilega ákvörðuð að fjárhæð kr. 100.000,- vegna þessa.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Arnar Kormákur Friðriksson, Sverrir Pálmason og Arnar Þór Sæþórsson.