A landslið kvenna | 8 marka sigur gegn Sviss
Stelpurnar okkar mættu Sviss í kvöld í Cheb í Tékklandi. Landsliðið var ákveðið að bæta fyrir tap liðsins í gær gegn Noregi og var það ljóst frá fyrstu mínútu að þær ætluðu sér sigur í kvöld. Liðið byrjaði leikinn af miklum krafti í vörn og sókn. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði frábærlega í fyrri hálfleik eða 13 skot. Þegar 22 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik var Ísland komið fimm mörkum yfir. Hálfleikstaðan 19 – 14 Íslandi í vil.
Sviss reyndi sem þær gátu að komast inn í leikinn í upphafi seinni hálfleiks en stelpurnar okkar gáfu ekkert eftir og bættu enn meira í. Þjálfari Sviss tók leikhlé á 13 mínútur seinni hálfleiks í stöðunni 23 – 17 fyrir Ísland í þeirri von að ná að snúa leiknum þeim í vil. Leikhléð hafði þau áhrif að Arnar Pétursson náði að peppa okkar stelpur áfram og áfram héldu yfirburðir þeirra á vellinum og Arnar gat spilað á flestum leikmönnum Íslands í kvöld. Leikurinn endaði með góðum sigri Íslands 30 – 22.
Besti maður Íslands í kvöld var kosin Thea Imani Sturludóttir
Mörk Íslands skoruðu: Sandra Erlingsdóttir 7/3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Andrea Jacobsen 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1 og Elín Jóna Þorsteinsdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteindóttir 18 skot og Hafdís Renötudóttir 5.
Stelpurnar okkar leika á morgun gegn Tékklandi og hefst leikurinn kl. 12:00.