U – 18 kvenna | Tap í lokaleik mótsins
Stelpurnar okkar í U-18 kvenna lék í dag sinn síðasta leik í undankeppni Evrópumótsins sem haldið er í Belgrad.
Serbneska liðið byrjaði leikinn í dag betur en íslenska liðið og voru komin með átta marka forustu þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í háflleik var 7 – 15 Serbum í vil.
Serber héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og sáu stelpurnar okkar aldrei til sólar í leiknum. Leikurinn endaði með 20 – 31 sigri Serba.
Stelpurnar okkar hafa staðið sig með miklum sóma á mótinu og hefðu með sigri getað tryggt sér sæti í lokakeppni EM á næsta ári.
Mörk Íslands í kvöld skoruðu Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 2, Brynja Benediktsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Elín Klara Þorkelsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1 og Sara Dröfn Richardsdóttir 1 mar.
Ingunn María Brynjarsdóttir varði 9 skot og Ísabella Björnsdóttir 2 skot.