A landslið kvenna| Frábær sigur á Serbum

Stelpurnar okkar áttu stórleik og spiluðu frábæran handbolta þegar liði vann Serbíu í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrr í dag.

Íslenska liðið tók frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddi allan fyrri hálfleikinn, þegar flautað var til  hálfleiks var staðan 10 – 8 okkur í hag.

Síðari hálfleikur var æsispennandi í allt til enda. Stlepurnar okkar höfðu forystu framan af en þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum komst Serbneska liðið yfir í fyrsta skipti. En stelpurnar okkar stigu aftur á bensíngjöfina og náðu 3 marka forystu þegar 5 mínútur voru til leiksloka sem nægði til að landa sigri. Lokatölur 23-21 fyrir okkar stúlkum.

Markaskorarar Íslands:

Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Sandra Erlingsdótir 4, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Unnnur Ómarsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 12 skot í íslenska markinu.

Það var frábært andrúmsloft á Ásvöllum í dag, fjöldi manns í stúkunni bæði stuðningsmenn Stelpnanna okkar og Serba og er óhætt að segja að þeir hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Stelpurnar okkar áttu frábæran leik sem skilaði 2 stigum í kvöld, vonandi fáum við fleiri svona leiki á næstu misserum.

ÁFRAM ÍSLAND!