U-17 kvenna | Tap í úrslitum eftir hetjulega baráttu
Stelpurnar okkar mættu Norður Makedóníu í úrslitleik EHF Championship í Svyturio Arena í Klaipéda í dag.
Ljóst var frá fyrstu mínútu að allt var undir hjá báðum liðum sem gáfu allt í leikinn en jafnt var í hálfleik 12-12.
Það sama var uppá teningnum í seinni hálfleik þar sem jafnt var á nánast öllum tölum þar til yfir lauk. Í lok leiksins reyndust Norður Makedónar í við sterkari eftir frábærar frammistöðu markvarðarins og unnu að lokum eins marks sigur 26-27.
Elín Klara Þorkelsdóttir var valin maður leiksins hjá íslenska liðinu í dag ásamt því að Elísa Elíasdóttir (besti línumaður mótsins), Tinna Sigurrós Traustadóttir (besta hægri skytta mótsins) og Lilja Ágústsdóttir (besti varnarmaður mótsins) fengu viðurkenningu í lok móts.
Markaskorarar Íslands:
Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 2.
Ingunn María Brynjarsdóttir varði 14 skot í markinu í dag.
Íslenska liðið öðlast keppnisrétt í umspili um laust sæti á Evrópumótinu 2023 í nóvember eftir árangurinn á þessu móti.