Úrskurður aganefndar 1. júní 2021
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
- Þórhallur Axel Þrastarson leikmaður Víkings hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Selfoss og Víkings í 8 liða úrslitakeppni 3.fl karla þann 31.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 d). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Vilhelm Freyr Steindórsson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Selfoss og Hauka í 3fl karla þann 19.5.2021. Samkvæmt skýrslu dómara var brotið talið falla undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í mgr. 3. gr. sömu reglugerðar var málinu frestað og viðkomandi félagi gefið færi á að koma á framfæri athugasemdum í málinu. Skýrsla barst frá félaginu þar sem atvikinu er lýst eins og það horfir við leikmanninum og félaginu. Samkvæmt skýrslu er leikmanninum gefið að sök að hafa kastað leikbolta eftir að leik lauk og hafnaði boltinn í höfði annars dómara leiksins. Sú háttsemi að kasta bolta frá sér með glæfralegum hætti og að nokkru afli við þessar aðstæður felur í sér ógnandi hegðun sem óhjákvæmilega beindist gegn dómurum leiksins og öðrum viðstöddum í skilningi reglu 8:10 a). Þótt háttsemin sé verulega ámælisverð þykir nefndinni óljóst hvort umræddur leikmaður hafi haft beinan ásetning til að hæfa dómara leiksins með boltanum. Telst refsing leikmannsins því hæfilega ákveðin eins leiks bann. Nefndin áréttar að málsatvikalýsing í skýrslu dómara er knöpp og hefði að ósekju mátt lýsa málsatvikum með nákvæmari hætti.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.