A landslið karla | Tap gegn Litháen í kvöld
Strákarnir okkar léku í dag við Litháen þar ytra í undankeppni EM 2021. Strákarnir okkar náði sér því miður ekki á strik fyrstu 20 mínútur leiksins og þegar blásið var til hálfleiks þá var staðan 13 – 9 Litháum í vil.
Landsliðið mæti sterkara til seinni hálfleiks og náði að minnka muninn niður í eitt mark með góðum leik. Því miður voru Litháar sterkari í kvöld og unnu að lokum 29 – 27.
Liðið heldur til Íslands í nótt en á sunnudaginn mæta þeir Ísraelum á Ásvöllum. Leikurinn hefst 16:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.
Markaskorar Íslands:
Aron Pálmarsson 8, Bjarki Már Elísson 6, Ólafur Andrés Guðmundsson 4, Sveinn Jóhannsson 3, Ómar Ingi Magnússon 2, Viggó Kristjánsson 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2 mörk.
Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson 6 skot.