Eins og fram kom í síðustu viku þá frestaði IHF HM keppnum yngri landsliða sem fram áttu að fara í sumar. Nú hefur EHF tekið upp þráðinn og tilkynnt að EM 19 ára landsliða karla fari þess í stað fram nú í sumar, en það er í raun sama keppni og var frestað síðasta sumar.
Leikið verður í Varazdin og Koprivnica í Króatíu dagana 12. – 22. ágúst og leika strákarnir okkar í riðli með Serbíu, Slóveníu og Ítalíu. Íslenska liðið var í efsta styrkleika flokki fyrir dráttinn í framhaldi af góðum árangri U-18 ára landsliðsins á EM 2018, en þá hafnaði liðið í 2. sæti.
U-19 ára landslið karla er skipuð drengjum fæddum 2002 og síðar, þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson.
Nánar má lesa um þetta í frétta á heimasíðu EHF:
U-19 ára landsliðið æfir aðra helgi á Reykjavíkursvæðinu og er það fyrsti hluti í undirbúningi liðsins fyrir EM í sumar.