Úrskurður aganefndar 23. febrúar 2021
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
- Stiven Tobar Valencia leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik KA og Vals í Olís deild karla þann 18.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
- Anton Rúnarsson leikmaður Vals leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik KA og Vals í Olís deild karla þann 18.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
- Í skýrslu dómara eftir leik ÍBV – KA í Olís deild karla þann 15.02.2021 kemur fram að ábyrgðarmaður leiks hafi veist að dómurum eftir leik. Í samræmi við 4. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var ÍBV gefinn kostur á að skila inn umsögn vegna málsins. Samkvæmt 17. gr. fyrrnefndrar reglugerðar er aganefnd heimilt að sekta félög ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart m.a. dómurum leiks. Þó að framganga ábyrgðarmannsins hafi sannarlega verið ámælisverð er að mati nefndarinnar varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Er því niðurstaða nefndarinnar að ekki skuli aðhafst frekar í málinu.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.