Ísland – Finnland
Í fyrri leik dagsins mættu stelpurnar Finnlandi og einkenndist leikurinn af af varnarleik og markvörslu en í hálfleik var staðan 4-4 þó íslenska liðið hafi haft yfirhöndina. Í upphafi seinni hálfleiks batnaði sóknarleikur íslenska liðsins sem skilaði 9-4 forystu. Þá tók við slæmur kafli þar sem liðinu gekk afar illa að skora og lokatölur urðu 10-13 fyrir Finnum. Griðarlega svekkjandi tap í fyrsta leik mótsins.
Markaskorarar Íslands:
Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Ásthildur Bjarkadóttir 1.
Andrea Gunnlaugsdóttir varði 12 skot í íslenska markinu.
Ísland – Spánn
Leikurinn gegn Spáni byrjaði betur og ljóst að íslenska liðið ætlaði sér að gefa allt í hann. Jafnræði var með liðunum framan af en um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 4-6 Spánverjum í vil. Þá tók við kafli þar sem íslenska liðið fór illa að ráði sínu í góðum færum en liðið átti 6-7 stangarskot á þessum kafla. Staðan í hálfleik var staðan 9-4 spánverjum í vil. Spænska liðið leysti varnarleik íslenska liðsins í seinni hálfleik töluvert betur og vann að lokum 24-13 sigur.
Markarskorar Íslands:
Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Ída Mrgrét Stefánsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1, Linda BJörk Brynjarsdóttir 1, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1.
Andrea Gunnlaugsdóttir varði 5 og María Lovísa Jónadóttir varði 4.
Mikil bæting var á spilamennsku íslenska liðsins milli leikjanna og margt jákvætt sem hægt er að taka með sér inn í morgundaginn en þá eru seinni tveir leikir riðilsins.