1. stig – Barnaþjálfun (6. – 8. flokkur)
Grunnatriði íþróttarinnar kynnt og hvernig þau skal þjálfa. Hér er reynt að hafa tengingar við íþróttafræði og koma íþróttafræðingar mikið að kennslu á þessu stigi.
Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 16 ára, skulu hafa lokið grunnskólaprófi.
Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (50%) og sérgreinahluta (50%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 60 í almenna hlutanum og 60 í sérgreina-hlutanum. ÍSÍ sér um almenna hlutann í sínu fjarnámi og þurfa þjálfarar að klára það nám til að teljast hafa lokið 1. stigi.
Nánari upplýsingar um ÍSÍ námið og kostnað þar má finna HÉR.
Fyrirlestrar og verkefni á 1. stigi:
Grunnatriði í handknattleik
Einstaklingsfærni – 7. og 8.flokkur
Leikskipulag – 7. og 8.flokkur
Leikir og leiklíkir leikir – 7. og 8.flokkur
Líkamleg þjálfun
Dómaranámskeið A-stig
Einstaklingsfærni – 6.flokkur
Leikskipulag – 6.flokkur
Leikir og leiklíkir leikir – 6.flokkur
Samskipti og sýnum karakter
Markmannsþjálfun
Skyndihjálp
Handboltaskóli HSÍ
5 uppáhalds æfingar – myndband
Vettvangsnám