Selfoss vann Fjölni í miklum spennuleik í troðfullum Dalhúsum í gærkvöldi.
Fjölnir hafði undirtökin í 40 mínútur en eftir því sem leið á leikinn sigu Selfyssingar fram úr og unnu í lokin góðan 28-24 sigur í mögnuðum leik.
Fjölnir vann fyrstu tvo leiki einvígisins en Selfoss snéri hlutunum sér í hag í þriðja leik og unnu þrjá leiki í röð og þar með einvígið, 3-2.
Það verður því Selfoss sem spilar í Olísdeild karla á næsta ári.