1. deild karla hefst aftur á föstudaginn eftir hlé með heilli umferð. Það er mikil spenna í deildinni um hvaða lið fer beint upp og hvaða lið fara í umspilið um laust sæti í Olís deildinni. Mílan tekur á móti Þrótti, Fjölnir sækir HK heim, ÍH tekur á móti Selfoss og að lokum fer Stjarnan í Vesturbæinn og mætir þar liði KR.
Mílan – Þróttur – föstudag kl 19:30: Liðin hafa einu sinni mæst í deildinni fyrir þennan leik og þar hafði Þróttur betur og sigraði leikinn 26 – 23 í Laugardalshöll. Markahæstu leikmenn liðsins eru Guðni Guðmundsson hjá Þrótt með 82 mörk og hjá Mílunni er það Atli Kristinssin með 99 mörk en hann skipti nýverið yfir í Selfoss.
HK – Fjölnir – föstudag kl. 19:30: Fyrri leikur þessara liða í deildinni fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi á heimavelli Fjölnir. Þar höfðu Fjölnir betur og sigruðu leikinn 31 – 24. Markahæstu menn þessara liða eru Björvinn Páll Rúnarsson hjá Fjölni með 84 mörk og hjá HK eru það Andrí Þór Helgason með 93 mörk.
ÍH – Selfoss – föstudag kl. 20:00: Liðin hafa leikið einu sinni áður í deildinni og var það hörkuleikur á Selfossi. Þar hafði Selfoss betur að lokum og vann 34 – 32. Markahæstu menn þessara liða eru Elvar Örn Jónsson Selfoss með 71 mark og hjá ÍH er það Stefán Tómar Þórarinsson með 59 mörk.
KR – Stjarnan – föstudag kl. 20:30: Fyrri leikur þessara liða fór fram í TM höllinni í Garðabæ. Stjarnan hafði betur í þeim leik og sigraði 41 – 20. Markahæstu menn í þessum liðum eru Starri Friðriksson hjá Stjörnunni með 58 mörk og hjá KR er það Arnar Jón Agnarsson með 44 mörk.