HSÍ l Nýr móta- og viðburðarstjóri HSÍ ráðinn

maí13

HSÍ l Nýr móta- og viðburðarstjóri HSÍ ráðinn

HSÍ hefur ráðið Hrannar Hafsteinsson á skrifstofu sambandsins og mun Hrannar starfa sem móta- og viðburðastjóri HSÍ og hefur hann störf 1. ágúst nk. 

Hrannar hefur síðastliðin ár verið tæknistjóri Hörpu og framleiðslustjóri Senu og hefur þar komið að viðburðum eins og tónleikum Ed Sheeran, Justin Timberlake og Justin Bieber.

HSÍ bindur miklar vonir með ráðningu Hrannars en vill á sama tíma þakka Alfreð Erni Finnssyni, fyrrverandi mótastjóra fyrir vel unnin störf fyrir sambandið og handboltahreyfinguna.


Til baka