Coca Cola bikarinn | FH-ingar eru bikarmeistarar 2019

mar09

Coca Cola bikarinn | FH-ingar eru bikarmeistarar 2019

FHingar unnu Valsmenn í úrslitaleik Coca Cola bikarsins 27-24 og eru því bikarmeistarar 2019.

FH hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og náði þeir mest þriggja marka forystu. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 13-11 fyrir FHingum í vil.

Hafnfirðingar gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og komust mest fjórum mörkum yfir. Leiknum lauk sem sigri FH 27-24.

Markaskorarar FH:
Ásbjörn Friðriksson 7, Arnar Freyr Ársælsson 6, Ágúst Birgisson 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Birgir Már Birgisson 3, Einar Rafn Eiðsson 2.

Markaskorarar Vals:
Vignir Stefánsson 5, Anton Rúnarsson 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ýmir Örn Gíslason 4, Róbert Aron Hostert 3, Magnús Óli Magnússon 2, Agnar Smári Jónsson 1.

Við óskum FHingum til hamingju með titilinn.
 

Til baka