CocaCola bikarinn l HB statz lifandi tölfræði frá öllum leikjum helgarinnar

mar08

CocaCola bikarinn l HB statz lifandi tölfræði frá öllum leikjum helgarinnar

Eins og í fyrra er HB statz með lifandi tölfræði frá öllum leikjum Coca-cola bikarsins. Hana má finna undir lifandi tölfræði á HSI.is um það leyti sem leikirnir byrja.

Þar má finna nákvæma tölfræði yfir fjölmarga tölfræðiþætti leiksins auk þess sem allir leikmenn liðanna fá einkunn útfrá þeirra tölfræði.

Ef undanúrslitaleikirnir í Coca-Cola bikar kvenna frá því í gær eru skoðaðir þá má m.a. sjá hvaða leikmenn fengu bestu einkunnirnir hjá hverju liði fyrir sig:

ÍBV - Valur

Maður leiksins:     Markmannseinkunn: Heildareinkunn:
Guðný Jenný Ásmundsdóttir     9,2     8,3

Besti leikmaður Vals:     Markmannseinkunn: Heildareinkunn:
Íris Björk Símonardóttir             9,0     7,6

Stjarnan - Fram

Maður leiksins:     Sókn.einkunn: Varnareinkunn: Heildareinkunn:
Steinunn Björnsdóttir     9,6         10,0                 9,4

Besti leikmaður Stjörnunnar: Sókn.einkunn: Varnareinkunn: Heildareinkunn:
Þórhildur Gunnarsdóttir 8,1             6,0                 7,0

Til baka