U-18 ára landslið karla leikur í forkeppni EM

jan09

U-18 ára landslið karla leikur í forkeppni EM

Landslið Íslands í karlaflokki skipað leikmönnum U-18 ára tekur nú um helgina þátt í forkeppni Evrópumeistaramótsins (EM) sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Ísland er í riðli með Svíþjóð, Grikklandi og Moldavíu. Tvö efstu lið riðilsins öðlast þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem mun fara fram í Póllandi 14.-24.ágúst ágúst 2014

Leikir Íslands verða sem hér segir

Föstudagur 10.janúar kl. 19:00 Ísland-Svíþjóð
Laugardagur 11.janúar kl. 16:00 Ísland Moldavía
Sunnudagur 12.janúar kl. 12:00 Ísland-Grikkland

Vonandi verður hægt að fylgjast með lifandi textalýsingu frá mótinu og við munum setja hér inn slóð á hana um leið og við fáum upplýsingar. Við munum svo strax eftir leik setja inn úrslit og upplýsingar um gang leiksins.

Vonandi ná strákarnir okkar að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Póllandi.

Leikmannahópurinn er eftirfarandi:

Grétar Ari Guðjónsson Haukar
Einar Baldvin Baldvinsson Víkingi
Henrik Bjarnason FH
Þórarinn Traustason Haukar
Leonharð Harðarson Haukar
Þorgeir Davíðsson Grótta
Egill Magnússon Stjarnan
Ragnar Kjartansson Fram
Aron Dagur Pálsson Grótta
Hlynur Bjarnason FH
Dagur Arnarsson ÍBV
Sigtryggur Rúnarsson Aue
Birkir Benediktsson Afturelding
Ómar Ingi Magnússon Selfoss
Arnar Freyr Arnarsson Fram
Hjalti Már Hjaltason Grótta

Þjálfarar eru Einar Guðmundsson og Sigursteinn Arndal.
Liðstjóri er Sverrir Reynisson og sjúkraþjálfari er Sævar Ómarsson.

Áfram Ísland.

Til baka